Forsíða

Slider by IWEBIX


Oscar Wilde ritaði eitt sinn „það sem er þess virði að læra, getur enginn maður kennt.“ Því meir sem ég læri á lífið og því betur sem ég rýni í og þykist skilja flækjur þess, því skemmtilegra er að grúska og lifa.

Allt sem ritað er á þessum vef, er því aðeins hugleiðing i stundaglasi þess frábæra alheims sem við öll deilum. Víða er deilt um hina og þessa sannleika, sumir byggðir á hlutbundnum röksemdum og aðrir á huglægum.

Hlutlægur eða hlutbundinn er mín þýðing á enska hugtakinu Objective og huglægur á enska hugtakinu Subjective. Um leið og maður er hlutlægur eða huglægur, getur maður verið hlutlaus sem er enska hugtakið Impartial.

Ég læt öðrum eftir að greina úr þeirri flækju sem eðlilega hlýst af því að reyna að greina á milli hlutlægs, huglægs eða hlutlauss í orðræðu og menningarrýni. Aftur mætti vitna í Oscar Wilde en punkturinn er kominn fram, þó hann sé ekki útskýrður nákvæmlega.

Comments are closed.